Arsenal hefur komið mikið á óvart á þessari leiktíð en liðið er á toppi deildarinnar eftir fyrstu níu umferðirnar.
Liðið mætir Leeds um helgina en Jesse Marsch stjóri Leeds hrósaði kollega sínum hjá Arsenal, Mikel Arteta, í hástert á fréttamannafundi fyrir leikinn.
„Arteta er vanmetnasti stjóri deildarinnar. Hann hefur byggt vel samsett og spennandi lið. Það hefur tekið tíma, mikla pressu en nú erum við að sjá uppskeruna. Það væri risastórt að fá eitthvað út úr þessum leik og við erum bjartsýnir," sagði Marsch.
Leikurinn fer fram á sunnudaginn en Leeds er án sigurs í síðustu fimm leikjum deildarinnar.
Athugasemdir