Kylian Mbappe er sagður mjög ósáttur í herbúðum Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Mbappe hætti við að ganga í raðir Real Madrid í sumar og skrifaði undir risastóran nýjan samning við Frakklandsmeistarana, samning sem færir honum 650 þúsund pund í vikulaun.
Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að Mbappe vilji skyndilega yfirgefa PSG þar sem hann telur að stjórn félagsins hafi svikið loforð. Margir liðsfélagar hans eru ósáttir við hegðun Mbappe sem er sífellt að verða einangraðri í leikmannahópnum.
Hann er sagður vilja yfirgefa PSG í janúar en þá er spurning hvert hann gæti farið.
Liverpool er talinn einn af möguleikunum en egypski fjölmiðlamaðurinn Ismael Mahmoud vill meina að PSG væri til í að skoða skipti: Mohamed Salah fyrir Mbappe.
PSG hefur mikinn áhuga á Salah, en það væri ansi áhugavert að sjá þetta gerast.
True ✅✅ PSG Idea is to sell Mbappe to Liverpool and get Mo Salah instead. PSG hold a long-term interest in Salah, and he is the top target as a replacement of Mbappe departure https://t.co/QCqPMzmABE
— Ismael Mahmoud - إسماعيل مطر (@ismaeelmahmoudd) October 11, 2022
Athugasemdir