Argentínski varnarmaðurinn Marcos Rojo, fyrirliði Boca Juniors, hefur greint frá því að hann verði frá í sjö til átta mánuði. Þetta eru samskonar meiðsli og hann hlaut 2017 þegar hann lék fyrir Manchester United.
Þessi 32 ára leikmaður fer í aðgerð eftir helgi og svo hefst endurhæfingarferli.
Þessi 32 ára leikmaður fer í aðgerð eftir helgi og svo hefst endurhæfingarferli.
Rojo féll til jarðar sekúndum eftir að vítaspyrna hans var varin í deildarleik á miðvikudaginn.
„Ég mun fara hægt í sakirnar til að ég komi aftur í eins góðu standi og mögulegt er. Á mánudag mun ég fara í uppskurð og svo mun ég byrja að huga að endurkomunni," segir Rojo.
Rojo var oft á meiðslalistanum þegar hann var hjá Manchester United.
🚨ULTIMA NOTICIA🚨
— Boca Juniors - La12Tuittera (@la12tuittera) October 13, 2022
Marcos #Rojo lo acaba de confirmar 🥺
"Se me rompieron los cruzados".#FuerzaCapitan 🙌🏻💙💛💙 pic.twitter.com/9tvtvVclbA
Athugasemdir