Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fös 14. október 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sambandið á milli Felix og Simeone er ónýtt
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: EPA
Joao Felix er búinn að missa þolinmæðina gagnvart þjálfaranum Diego Simeone og vill yfirgefa Atletico Madrid.

Frá þessu segir A Bola, einn stærsti fjölmiðillinn í Portúgal, heimalandi Felix.

Í greininni segir að sambandið hjá hinum 22 ára gamla Felix og argentínska þjálfaranum sé ónýtt og það sé ekki hægt að laga það. Það er sagt að Felix sé pirraður yfir því að hafa ekk fengið að koma inn á gegn Club Brugge í Meistaradeildinni á dögunum þrátt fyrir að hafa verið sendur þrisvar í það að hita upp.

Það var dropinn sem fyllti mælinn, en Felix hefur ekki verið í stóru hlutverki í byrjun tímabilsins. Hann og Simeone hafa ekki náð sérlega vel saman eftir að Felix var keyptur frá Benfica fyrir 126 milljónir evra sumarið 2019.

Það er sagt að sambandið á milli Felix og Simeone sé ónýtt og að leikmaðurinn vilji ólmur fara í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner