Enock Mwepu lagði skóna á hilluna í vikunni eftir að hjartagalli kom í ljós hjá honum eftir veikindi.
Mwepu er aðeins 24 ára gamall hann gekk til liðs við Brighton síðasta sumar og lék 24 leiki. Brighton heimsækir Brentford í kvöld en allir leikmenn voru í bolum merktum Mwepu í upphituninni.
Roberto de Zerbi stjóri Brighton var spurður fyrir leikinn hvort liðið ætlaði að vinna í kvöld fyrir Mwepu.
„Já klárlega. því vandamálið hans er ekki bara fótboltatengt heldur almennt í lífinu. Það verður ekki aðeins í kvöld heldur munu leikmennirnir spila hvern einasta leik fyrir hann," sagði De Zerbi.
Athugasemdir