Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í 1-0 sigri Rosengard gegn Eskilstuna í sænsku kvennadeildinni í kvöld.
Rosangard á þrjá leiki eftir í deildinni en liðið er á toppnum með 8 stiga forystu á Kristianstad sem á leik til góða. Liðin mætast í næstu umferð á heimavelli Kristianstad.
Guðrún hefur leikið alla leiki liðsins í hjarta varnarinnar í deildinni og skorað eitt mark.
Kristianstad leikur gegn Örebro á sunnudaginn og kemur sér í fína stöðu fyrir stórleikinn um næstu helgi með sigri.
Athugasemdir