Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fös 14. október 2022 12:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það myndu öll lið í deildinni þiggja starfskrafta hennar"
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir.
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, sóknarmaður Aftureldingar, gat ekki mikið beitt sér í sumar vegna meiðsla.

Guðrún Elísabet, sem er fædd árið 2000, var markadrottning Lengjudeildarinnar í fyrra með 23 mörk í 17 leikjum. Henni tókst aðeins að spila átta leiki í Bestu deildinni í sumar og skoraði hún tvö mörk í þeim.

Hún er áfram samningsbundin Aftureldingu en það verður að teljast líklegt að hún leiki áfram í Bestu deildinni.

„Hún hlýtur að fá einhver símtöl, það hlýtur að vera," sagði Ingunn Haraldsdóttir í Heimavellinum.

„Ég get ekki annað en ímyndað mér það eftir að hafa skorað 23 mörk í Lengjudeildinni að hana langi að ná heilu tímabili í Bestu deildinni til að sjá hvar hún stendur," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir.

Rætt var um það í þættinum að Afturelding gæti lánað hana í Bestu deildina á næstu leiktíð. „Ég veit að Mosfellingar eru að horfa í það að fara beinustu leið upp aftur," sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Það myndu öll lið í deildinni þiggja starfskrafta hennar," sagði Mist um Guðrúnu en hægt er að hlusta á alla umræðuna hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Besta eftirpartýið
Athugasemdir
banner
banner