Ivan Toney skoraði bæði mörk Brentford í 2-0 sigri liðsins á Brighton í kvöld.
Toney var í fyrsta sinn valinn í enska landsliðið í síðasta mánuði fyrir leiki gegn Ítalíu og Þýskalandi en hann fékk ekki tækifæri á að spreyta sig í þeim leikjum.
Toney og Thomas Frank stjóri Brentford voru svekktir með það en Toney tjáði sig um möguleikana með enska landsliðinu eftir leikinn í kvöld.
„Mér liður vel og mér finnst ég vera klár í slaginn. Því miður kom ég ekkert við sögu hjá enska landsliðinu en ég verð að halda áfram. Ég býst ekki við því að Gareth Southgate ræði það við mig, ég er fullorðinn karlmaður núna," sagði Toney.
Toney á ættir sínar að rekja til Jamaíku og Heimir Hallgrímsson getur því prófað að heyra í honum en sögusagnir segja að Toney hafi hafnað því að spila fyrir landslið Jamaíka í fyrra til að reyna vinna sér sæti í því enska.