Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fös 14. október 2022 20:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Umtiti yfirgaf Barcelona til að fá ró og næði

Samuel Umtiti gekk til liðs við Lecce á Ítalíu á láni frá Barcelona en hann lék sinn fyrsta leik fyrir ítalska félagið um síðustu helgi.


Hann var í byrjunarliðinu þegar Lecce tapaði 2-1 gegn Roma en Umtiti lagði upp mark sinna manna.

Umtiti var ekki vel liðinn hjá Barcelona en félagið reyndi mikið að losna við hann þar sem félagið var í miklum fjárhagsvandræðum. Stuðningsmenn liðsins bauluðu mikið á hann í framhaldinu af þeim fregnum.

Umtiti segir að hann hafi farið til Lecce til að fá ró og næði.

„Lecce var besta lausnin því það er gott að búa í þessari borg, fullkomnar aðstæður til að byrja upp á nýtt. Það komu önnur lið til grein í sumar en í dag finnst mér ég hafa valið rétt," sagði Umtiti.


Athugasemdir
banner
banner
banner