Víkingur R. 2 - 2 KA
1-0 Ari Sigurpálsson ('14 )
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('40 )
2-1 Helgi Guðjónsson ('87 )
2-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('91 )
Lestu um leikinn
1-0 Ari Sigurpálsson ('14 )
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('40 )
2-1 Helgi Guðjónsson ('87 )
2-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('91 )
Lestu um leikinn
Víkingur R. og KA gerðu 2-2 jafntefli í efri hluta Bestu deildar karla á Víkingsvellinum í kvöld, en liðin eru jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.
Ari Sigurpálsson kom Víkingum á bragðið á 14. mínútu. Eftir góða pressu heimamanna tókst því að vinna boltann og var Ari kominn í kjörið færi til að skora, sem og hann gerði. Ari magnaður með Víkingum á þessu tímabili.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, lét sína menn heyra það í fyrri hálfleiknum og bað menn vinsamlegast um að rífa sig í gang og þeir svöruðu með því að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks. Víkingar voru að leika sér með boltann í öftustu varnarlínu áður en Þórður Ingason fékk boltann og sá ætlaði að þruma honum frá en vildi ekki betur en svo að hann fór í afturendann á Ásgeiri og í netið.
Hallgrímur Mar Steingrímsson átti skot í stöng á 68. mínútu eftir kæruleysi í Pablo Punyed.
Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tókst Helga Guðjónssyni að koma Víkingum yfir og það upp úr engu. Oliver Ekroth ætlaði að finna Nikolaj Hansen, en boltinn fór í gegnum hann og til Helga sem var kominn í gegn. Hann lyfti boltanum yfir Jajalo í marki KA.
KA jafnaði metin í uppbótartíma. Gestirnir fengu hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Elfari Árna Aðalsteinssyni, sem var aleinn í teignum og var hann ekki í vandræðum með að skalla boltann í markið. KA gat klárað leikinn stuttu síðar er Elfar átti skot sem Þórður varði með löppunum og þaðan fór boltinn til Hallgríms, en hann hitti boltann illa.
Lokatölur 2-2. Dramatískar lokamínútur en liðin neyðast til að deila stigunum. Bæði lið með 47 stig, en Víkingur er í 2. sætinu með betri markatölu þegar tveir leikir eru eftir.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir