Tveimur leikjum er lokið í Bestu deild karla í dag en þeir fóru fram í neðri hluta úrslitakeppninnar.
Leiknir, ÍA og FH eru í mikillri fallbaráttu og því ljóst að um gífurlega mikilvæga leiki var að ræða í dag.
Á Domusnovavellinum í Breiðholtinu mættust Leiknir og ÍA en leikurinn byrjaði mjög fjörlega. Emil Berger kom heimamönnum yfir strax á þriðju mínútu en Aron Bjarki Jósepsson stangaði boltann inn stuttu síðar og jafnaði fyrir Skagamenn.
Bjarki Aðalsteinsson gerði það sama og Aron Bjarki eftir tæpan hálftíma en þá kom hann Leikni yfir á ný en rétt fyrir lok hálfleiksins þá náði Viktor Jónsson að jafna metin með skalla af stuttu færi.
Ekkert var skorað í síðari hálfleiknum og því mjög slæm úrslit fyrir bæði lið sem þurftu sigur.
Í Keflavík náði FH í frábæran endurkomusigur gegn Keflavík. Heimamenn leiddu leikinn með tveimur mörkum gegn einu í hálfleik en FH lék með vindi í síðari hálfleiknum.
Það nýtti liðið sér vel og sneri taflinu við þar sem Úlfur Ágúst Björnsson gerði sigurmark liðsins.
FH er nú í góðum málum í fallbaráttunni en liðið er með 25 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Leiknir er með 21 stig og ÍA í neðsta sætinu með 19 stig og útlitið orðið kolsvart upp á Skipaskaga.
Leiknir R. 2 - 2 ÍA
1-0 Henrik Emil Hahne Berger ('3 )
1-1 Aron Bjarki Jósepsson ('6 )
2-1 Bjarki Aðalsteinsson ('27 )
2-2 Viktor Jónsson ('44 )
Keflavík 2 - 3 FH
1-0 Dagur Ingi Valsson ('19 )
2-0 Adam Ægir Pálsson ('32 )
2-1 Guðmundur Kristjánsson ('38 )
2-2 Oliver Heiðarsson ('55 )
2-3 Úlfur Ágúst Björnsson ('57 )

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |