Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. október 2022 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: KR-ingar skyggðu á gleði Blika
Kristján Flóki skoraði sigurmark KR-inga
Kristján Flóki skoraði sigurmark KR-inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 0 - 1 KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason ('57 )
Lestu um leikinn

KR lagði Breiðablik, 1-0, í efri hluta Bestu deildar karla á Kópavogsvelli í dag en KR-ingar ætluðu ekki að láta labba yfir sig á meðan stuðningsmenn Blika fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í stúkunni.

Það var vel mætt á Kópavogi og skiljanlega. Þetta er fyrsti heimaleikur Blika eftir að liðið vann Íslandsmeistaratitilinn á dögunum og átti því að skapa mikla stemningu.

Vonast var eftir því að Blikar myndu nú skemmta stuðningsmönnunum og bjóða upp á veislu en það var eitthvað minna af því.

Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill og setti vindurinn svip sinn á leikinn.

Í þeim síðari var það Kristján Flóki Finnbogason sem gerði sigurmark KR þegar tólf mínútur voru búnar af honum. Kristinn Jónsson fékk allan tímann í heiminum að hlaða í fyrirgjöf og rataði sú fyrirgjöf á Kristján Flóka sem stýrði boltanum í netið.

Blikar pressuðu á KR eftir markið. Ísak Snær Þorvaldsson átti skot sem fór af varnarmanni og aftur fyrir og svo átti Gísli Eyjólfsson skot í stöng.

Áfram héldu heimamenn að reyna en ekkert bólaði á jöfnunarmarkinu. Sigurður Bjartur Hallsson var svo undir lokin nálægt því að bæta við öðru fyrir KR en Anton Ari Einarsson varði.

Lokatölur 1-0 fyrir KR sem er í 4. sæti með 37 stig. Þetta er fjórða árið í röð sem KR tekst að vinna Blika á vellinum og í raun eina liðið sem hefur afrekað það síðustu tvö tímabil.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner