Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   lau 15. október 2022 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea staðfestir að James verði frá í átta vikur - Missir af HM
Reece James, hægri bakvörður Chelsea, verður frá í átta vikur vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 sigri liðsins á Milan í Meistaradeild Evrópu. Leikmaðurinn mun missa af HM í Katar.

James er 22 ára gamall og er fastamaður í liði Chelsea og enska landsliðsins.

Hann fór meiddur af velli í síðari hálfleik gegn Milan og hélt um hné sitt er hann fór a velli.

James sagðist krossa fingur og vona það besta en eftir að hafa farið til hnésérfræðings í Lundúnum var niðurstaðan sú að James verður ekki með næstu átta vikurnar.

Hann verður því ekkert með Chelsea fram að HM í Katar og þá er ljóst að hann mun missa af mótinu. Það hefst eftir mánuð og því verður Gareth Southgate, þjálfari landsliðsins, að finna aðra lausn í bakvörðinn.

Þetta eru skelfileg tíðindi, ekki bara fyrir Southgate heldur einnig fyrir Graham Potter, stjóra Chelsea, enda er James gríðarlega miklvægur hlekkur í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner