Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. október 2022 23:07
Brynjar Ingi Erluson
De Gea klár í að skrifa undir nýjan samning
David De Gea
David De Gea
Mynd: EPA
David De Gea, markvörður Manchester United, segist klár í að skrifa undir nýjan samning við félagið.

De Gea var keyptur til félagsins frá Atlético Madríd fyrir ellefu árum síðan og hefur hann verið fastamaður síðan.

Spánverjinn hefur hlotið mikla gagnrýni síðustu ár fyrir að hafa ekki fylgt þróuninni. Markverðir í dag verða að vera sérstaklega góðir í því að koma boltanum í spil, eitthvað sem De Gea hefur verið í erfiðleikum með.

Hann hefur átt sína góðu og slæmu daga en talið er að Erik ten Hag, stjóri félagsins, sé að skoða það að fá inn annan markvörð á næsta ári.

De Gea, sem framlengdi síðast samning sinn árið 2019, verður samnignslaus á næsta ári, en er með klásúlu í samningnum sem framlengir samninginn um ár til viðbótar. De Gea segist klár í að framlengja samning sinn til næstu ára.

„Ég væri til í að vera hér í mörg ár til viðbótar og slá öll met og vinna titla. Þetta er félagið mitt og mér líður vel hér. Ég á mörg ár eftir í boltanum. Ég er fullur sjálfstrausts," sagði De Gea við Manchester Evening News.
Athugasemdir
banner
banner
banner