Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. október 2022 13:24
Aksentije Milisic
England: Palace átti einungis eitt skot á markið í markalausu jafntefli

Leicester City 0 - 0 Crystal Palace

Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið en þar áttust við Leicester City og Crystal Palace á King Power vellinum í Leicester.


Leikurinn var mjög bragðdaufur og var ekki mikið um opin færi í þessum leik. Bæði liðin hafa verið í brasi á þessu tímabili en Leicester komst tímabundið upp úr neðsta sæti deildarinnar eftir þennan leik.

Gestirnir voru betra liðið í leiknum í fyrri hálfleik en náðu þó ekki að skora. Það sem Brendan Rodgers, stjóri Leicester City, sagði við leikmenn sína í hálfleiknum virðist hafa virkað því Leicester spilaði töluvert betur í þeim síðari.

Heimamenn voru líklegri en Palace í að skora í síðari hálfleiknum en þeir sóttu töluvert og þá sérstaklega undir restina. Vörnin hjá Palace hélt hins vegar vel og markalaust jafntefli staðreynd.

Undir lok leiks fékk James Maddison gult spjald en hann tók þá dýfu. Hann verður í banni í leiknum gegn Leeds í næstu umferð.

Leicester fer upp úr fallsætinu tímabundið en Palace er í 15. sæti deildarinnar.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 9 8 12 34 40 -6 35
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Leicester 29 4 6 19 25 62 -37 18
19 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner