Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   lau 15. október 2022 15:15
Aksentije Milisic
Messi hræddur um að hann missi af HM
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA

Lionel Messi, leikmaður PSG og argentínska landsliðsins, hefur rætt um meiðsli sín en hann hefur áhyggjur af því að hann gæti misst af HM sem hefst í næsta mánuði.


Paulo Dybala og Angel Di Maria eiga við vöðvameiðsli að stríða og hefur Messi áhyggjur af því að eitthvað svoleiðis gæti komið fyrir sig.

Messi hefur misst af síðustu tveimur leikjum PSG vegna meiðsla í kálfa en hann hefur talað um að þetta verði hans síðasta Heimsmeistaramót á ferlinum.

Þessi 35 ára gamli leikmaður var nálægt því að vinna mótið árið 2014 en þá tapaði Argentína fyrir Þýskalandi í framlengingu þar sem Mario Gotze reyndist hetja Þjóðverja.

Messi hefur áhyggjur af því vegna þess að HM er haldið á vetrartíma í ár og það gæti haft áhrif á meiðsli.

„Meiðsli eru áhyggjuefni. Þetta er öðruvísi Heimsmeistarakeppni sem er spilað á öðrum tíma árs en venjulega og það þarf svo lítið að gerast svo þú missir af mótinu," sagði Messi við DirecTV.

„Það sem kom fyrir Dybala og Di Maria, sannleikurinn er sá að maður hefur áhyggjur og þú ert hræddur við að eitthvað svona komið fyrir þig."

Talið er að Di Maria nái að spila á HM og eru meiðslin hans ekki jafn alvarleg og talið var fyrst. Hins vegar er Dybala stórt spurningarmerki.


Athugasemdir
banner
banner
banner