Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. október 2022 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Potter: Ég eldist eins og gott vín
Glæsilegur
Glæsilegur
Mynd: EPA
Útlit Graham Potter stjóra Chelsea hefur verið mikið á milli tannana á fólki en hann hefur breytt svolítið um stíl frá því hann gekk til liðs við Chelsea frá Brighton.

„Einhver sagði við mig um daginn að ég hafi ljómað upp (e. Glow up). Ég veit ekkert hvað það þýðir. Ég eldist eins og gott vín. Ég fór í klippingu hjá einhverjum sem klippir hárið á leikmönnunum svo það hefur örugglega gert eitthvað, það kostaði mun meira en ég hélt að það myndi gera," sagði Potter.

Hann var yfirleitt í íþróttagallanum á hliðarlínunni hjá Brighton en er nú kominn í sparigallann.

„Ég var einu sinni alltaf í 'turtle neck' peysu. Þetta er ekki nýr jakki, ekki það gamall en ekki nýr, ef þú skoðar til baka, ég veit að þetta er ekki rannsóknarblaðamennska en ég held að við höfum unnið Tottenham 1-0 með þessum jakka svo kannski er þetta happa jakki."

Gummi og Sæbjörn Steinke komu aðeins inn á Potter í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn.

„Það sem mér hefur fundist athyglisverðast hjá Chelsea upp á síðkastið er Graham Potter. Hann er búinn að breytast svo mikið frá því hann fór frá Brighton, hann er orðinn meiri töffari, kominn með 'fade' í hárið," sagði Gummi.


Enski boltinn - Víður völlur og sameiginlegt byrjunarlið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner