
Mbappe, Costa, Guimaraes, Felix, Mudryk og fleiri góðir eru í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman.
___________________________
Real Madrid hefur ekki enn byrjað að íhuga aðra tilraun til þess að fá Kylian Mbappe (23) leikmann PSG en félagið er hins vegar að fylgjast með þjálfaranum Xabi Alonso og hvernig honum mun ganga hjá Bayer Leverkusen. (ESPN)
Mbappe er að skoða þann möguleika að kaupa sjálfan sig úr samningnum hjá PSG í janúar. (L'Equipe)
PSG hefur áhuga á að kaupa miðvörð Real Madrid, Rafa Marin sem er tvítugur. (Marca)
Inter vill kaupa Lukaku frá Chelsea næsta sumar. Hann er nú á láni hjá ítalska liðinu. (Calciomercato)
Manchester United er líklegasta liðið til þess að hreppa portúgalska markmanninn Diogo Costa en hann er 23 ára gamall leikmaður Porto. (23)
Man Utd mun virkja klásúlu í samningi Diogo Dalot (23) og þannig forðast áhuga Barcelona á leikmanninum.
Newcastle United vill semja langtímasamning við Bruno Guimares (24) miðjumann liðsins. Þetta vill félagið klára áður en tímabilið verður úti. (90 min)
Arsenal mun þurfa að borga meira fyrir Mykhaylo Mudryk, 21 árs gamlan kantmann frá Úkraínu, í janúar mánuði, ef liðið hans Shakhtar Donestk fer áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. (Football.London)
Tottenham ætlar að hefja samningsviðræður við Antonio Conte, stjóra liðsins, í næstu viku. Samningurinn hjá þessum 53 ára gamla Ítala rennur út eftir tímabilið. (Mail)
Hinn 22 ára gamli Joao Felix, leikmaður Atletico Madrid og Portúgalska landsliðsins, vill yfirgefa spænska félagið sem fyrst en honum og Diego Simeone lenti saman. (A Bola)
Real Madrid hefur áhuga á að fá Alphonso Davis, 21 árs gamlan bakvörð Bayern Munchen. (Marca)
Manchester United gæti verið eitt þeirra liða til að fá Joao Felix en United reyndi að kaupa hann síðasta sumar. (A Bola)
Umboðsmaður Marko Arnautovic segir að leikmaðurinn sjálfur hafi hafnað því að ganga til liðs við Man Utd frekar en að enska félagið hafi hætt við að reyna fá hann eins og sagt var frá í sumar. (Gianluca di Marzo)
Man City hefur áhuga á 16 ára gömlum leikmanni sem heitir Sam Curtis og spilar fyrir St.Patrick's Athletic. (Footbal Insider)