Valur heimsóttu Stjörnukonur í kvöld þegar stórslagur 4.umferðar Bestu deildar kvenna fór fram á Samsungvellinum í Garðabæ.
Valskonur voru fyrir umferðina jafnar Þrótti R á toppi deildarinnar en Stjarnan var þremur stigum á eftir.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 0 Valur
„Það gefur alveg auga leið að við ætluðum ekki að koma hingað að tapa en við bárum samt virðingu fyrir andstæðingnum og rosalega gott Stjörnulið sem við erum að mæta hérna en niðurtaðan var þessi og við erum auðvitað ekki sátt við það." Sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir aðstoðarþjálfari Vals eftir leikinn í kvöld.
„Mér fannst þær ekkert hafa neina mikla yfirburði, mér fannst þetta bara leikur með enginn opin færi og við lentum í pínu brasi með pressuna þeirra en löguðum það í seinni hálfleik."
„Mér fannst við fyrsta korterið vera yfir í leiknum og gerum mistök framarlega á vellinum sem að leiddi til þess að þær komast einar í gegn og svo eru þetta bara mistök í seinna markinu og mörk verða gerð af mistökum þannig við þurfum bara að læra af þeim."
Nánar er rætt við Ásgerði Stefaníu Baldursdóttir í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |