Gísli Eyjólfsson skoraði geggjað mark þegar Breiðablik vann 4-2 útisigur gegn Víkingi í kvöld. Hann átti svaklegt skot í slá og inn.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 4 Breiðablik
„Þetta var geggjaður leikur. Við vorum með yfirhöndina í fyrri hálfleik en svo komust þeir inn í leikinn. Þetta var óþarfa stress hjá okkur en við komum okkur inn í leikinn með karakter og miklum sigurvilja," segir Gísli.
Um markið:
„Maður fann það þegar maður sparkaði í boltann að hann væri að fara eitthvert! Það er geggjað þegar maður hittir hann svona."
Leikið er bak við luktar dyr tímabundið.
„Mikið saknar maður áhorfendana. Þetta er ekki eins án þeirra en maður vill frekar spila svona en ekki."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir