Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   sun 16. október 2022 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Alex Þór og Túfa í góðri stöðu - Lærisveinar Brynjars gerðu markalaust jafntefli
Alex Þór Hauksson spilaði í sigri Öster
Alex Þór Hauksson spilaði í sigri Öster
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn og hans menn eru komnir upp úr fallsæti, í bili
Brynjar Björn og hans menn eru komnir upp úr fallsæti, í bili
Mynd: Guðmundur Svansson
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Öster í sænsku B-deildinni, stýrði liði sínu til sigurs gegn Eskilstuna, 3-1, í kvöld og er liðið nú skrefi nær því að komast í umspil.

Alex Þór Hauksson var í byrjunarliði Öster í kvöld en var skipt af velli þegar sex mínútur voru eftir.

Hann hefur verið fastamaður undir stjórn Túfa, sem tók við liðinu eftir að hafa verið aðstoðmaður Heimis Guðjonssonar hjá Val. Hann þjálfaði þá áður KA og Grindavík á Íslandi.

Öster er nú í 3. sætinu með 47 stig en þriðja sætið gefur liðinu umspilsleik um sæti í efstu deild. Liðið mætir þá þriðja neðsta liðinu í efstu deild.

Liðið er sem stendur með sex stiga forystu á Brage, sem er í fjórða sætinu, en Brage á leik til góða. Öster á þrjá leiki eftir og er fimm stigum á eftir Halmstad sem er í öðru sæti.

Lærisveinar Brynjars Björns Gunnarsson í Örgryte gerðu markalaust jafntefli við Jönköping. Þetta var dýrmætt stig en Örgryte er sem stendur einu sæti fyrir ofan fallsæti með 31 stig.

Aron Sigurðarson kom inná sem varamaður á 75. mínútu er Horsens tapaði fyrir Midtjylland, 2-1, í dönsku úrvalsdeildinni. Elías Rafn Ólafsson var á bekknum há Midtjylland. Elías og félagar eru í 5. sæti með 20 stig en Horsens í 10. sæti með 15 stig.

Nökkvi Þeyr Þórisson lék allan leikinn er Beerschot gerði 1-1 jafntefli við Dender í belgísku B-deildinni. Beerschot er í 5. sæti með 14 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner