Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   sun 16. október 2022 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Alisson með fleiri stoðsendingar en Grealish á árinu
Alisson og Virgil van Dijk fagna gegn Manchester City
Alisson og Virgil van Dijk fagna gegn Manchester City
Mynd: EPA
Brasilíski markvörðurinn Alisson Becker lagði upp sigurmark Mohamed Salah í 1-0 sigrinum á Manchester City á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag en áhugaverð tölfræði var birt eftir leikinn.

Alisson átti flottar vörslur í leiknum gegn Man City í dag og náði að halda þeirra heitasta manni, Erling Braut Haaland, í skefjum.

Hann las leikinn þá vel í sigurmarkinu. Alisson handsamaði aukaspyrnu Kevin de Bruyne og var fljótur að líta upp og sjá Salah fremst á vellinum. Alisson þrumaði boltanum fram og lék svo Salah á Joao Cancelo áður en hann skoraði.

Þetta var önnur stoðsending Alisson í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári en hann átti einnig stoðsendingu á Salah í febrúar í 3-1 sigrinum á Norwich. Þar á undan lagði hann upp annað mark Liverpool og einmitt fyrir Salah í 2-0 sigri á Manchester United tímabilið 2019/2020.

Það sem vekur sérstaka athygli er það að Alisson er með fleiri stoðsendingar en Jack Grealish, dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Grealish, sem getur spilað fyrir aftan framherja og úti á vinstri vængnum, hefur aðeins lagt upp eitt mark í deildinni á þessu ári en Grealish hefur spilað 17 deildarleiki frá áramótum og kom eina stoðsendingin í leik gegn Newcastle í maí.


Athugasemdir
banner
banner