Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   sun 16. október 2022 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta kvartar undan álagi - „Við höfum engan tíma"
Mynd: EPA

Mikel Arteta stjóri Arsenal segir að liðið hafi ekki getað undirbúið sig almennilega fyrir leikinn gegn Leeds í dag.


Arsenal fór til Noregs og lagði Bodö/Glimt í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Liðið flaug aftur til London á föstudaginn og svo til Leeds í gær.

„Við höfðum engan tíma, við vorum með endurheimt á laugardaginn en æfingu? það er ekki hægt," sagði Arteta.

Liðið horfði á myndbönd í undirbúningi sínum fyrir leik dagsins en það var það eina sem Arteta gat gert fyrir liðið í undirbúningnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner