Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   sun 16. október 2022 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bailey um vin sinn Sterling: Hans velgengni hefur drifið mig áfram
Leon Bailey
Leon Bailey
Mynd: EPA

Leon Bailey leikmaður Aston Villa lítur mikið upp til Raheem Sterling leikmanns Chelsea en þeir hafa verið góðir félagar í nokkur ár.


Bailey er frá Jamaíku en Sterling er landsliðsmaður Englands en á ættir sínar að rekja til Jamaíku. Þeir kynntust í gegn um sameiginlegan vin þegar Sterling var að stíga sín fyrstu skref með Liverpool á sínum tíma.

„Þegar hann fór til Manchester City var ég að skrifa undir minn fyrsta atvinnumanna samning. Hans velgengni hefur drifið mig áfram og þegar ég skrifaði undir samninginn ákvað ég að vera númer 31. Við höfum verið eins og bræður síðan þá," sagði Bailey í samtali við Sky Sports.

En hann valdi treyju númer 31 þar sem Sterling var með það númer hjá Liverpool.

Aston Villa fær Chelsea í heimsókn í dag en Villa er taplaust í síðustu fjórum leikjum, þar á meðal jafntefli gegn Manchester City.

„Við förum í þennan leik óttalausir. Við gerðum það gegn City og ég er viss um að við getum gert það gegn Chelsea," sagði Bailey.


Athugasemdir
banner
banner
banner