Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   sun 16. október 2022 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Berglind með stórleik fyrir Örebro - Bayern ekki fengið á sig mark
Berglind Rós Ágústsdóttir
Berglind Rós Ágústsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern Munchen sem vann Köln nokkuð örugglega.


Leiknum lauk með 4-0 sigri en liðið er með 10 stig eftir fjóra leiki. Glódís hefur leikið alla leikina í hjarta varnarinnar en liðið hefur ekki enn fengið á sig mark í deildinni.

Örebro og Kristianstad áttust við í Íslendingaslag í efstu deildinni á Svíþjóð. Berglind Rós Ágústsdóttir var í byrjunarliði Örebro og Amanda Andradóttir í byrjunarliði Kristianstad og Emelía Óskarsdóttir kom inn á sem varamaður.

Örebro gerði sér lítið fyrir og vann leikinn 3-2 en Berglind skoraði eitt og lagði upp annað. Kristianstad er í 4. sæti með 49 stig, 8 stigum frá toppsætinu þegar 9 stig eru í pottinum. Örebro er í 9. sæti með 33 stig.

Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarlið Pitea sem tapaði gegn Linköping 1-0.

Brann fór langt með að tryggja sér norska titilinn í dag með 3-0 sigri á Stabæk í dag. Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn. Brann er með fimm stiga forystu á Valerenga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner