Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   sun 16. október 2022 21:14
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Þægilegt hjá Val á Hlíðarenda - Birkir Már skoraði og lagði upp
Birkir Már Sævarsson skoraði og lagði upp
Birkir Már Sævarsson skoraði og lagði upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 0 Stjarnan
1-0 Aron Jóhannsson ('18 )
2-0 Birkir Már Sævarsson ('50 )
3-0 Sigurður Egill Lárusson ('60 )
Lestu um leikinn

Valur vann öruggan 3-0 sigur á Stjörnunni í efri hluta Bestu deildar karla í dag en leikurinn var spilaður á Origo-vellinum á Hlíðarenda og er Valur nú komið upp fyrir Stjörnuna á töflunni.

Heimamenn voru ekki lengi að finna gírinn. Valur hafði verið að hóta marki og kom það á 18. mínútu. Aron Jóhannsson átti gott þríhyrningsspil við Ágúst Eðvald Hlynsson og kom Aron sér í færi, þó þröngt væri, náði hann að þruma boltanum upp í þaknetið og kom Haraldur Björnsson engum vörnum við gegn sínu gamla félagi.

Valur hélt áfram að spila flottan bolta í síðari hálfleiknum og þegar tæpar fimm mínútur voru liðnar af honum bætti Birkir Már Sævarsson við öðru marki.

Birkir Heimisson fann nafna sinn sem átti hörkuskot á markið og inn fór boltinn. Það má setja spurningamerki við Harald í þessu markinu. Birkir Már átti svo skot stuttu eftir markið sitt en Haraldur sá við honum.

Valsmenn voru ítrekað að finna glufur í varnarleik Stjörnunnar og kom þriðja markið á 60. mínútu. Birkir Már keyrði inn hægra megin, fann Sigurð Egil Lárusson sem afgreiddi boltann í netið og staðan 3-0.

Þannig enduðu leikar og Valur fer upp í 5. sæti með 35 stig og sendir Stjörnuna í 6. sætið, þar sem liðið er með 34 stig þegar tvær umferðir eru eftir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner