Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   sun 16. október 2022 13:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í El Clasico: Bæði lið án sterkra varnarmanna
Mynd: EPA

Það er risa leikur í spænska boltanum kl 14:15 þegar Barcelona fær Real Madrid í heimsókn.


Liðin eru jöfn að stigum í tveimur efstu sætunum í deildinni en það er langt síðan svona mikið var undir í leik þessara liða.

Byrjunarliðin eru komin í hús en það vantar sterka leikmenn í öftustu línur Real Madrid. Thibaut Courtois er að kljást við meiðsli og Antonio Rudiger er að jafna sig eftir höfuðhögg sem hann fékk í vikunni.

Ronald Araujo er meiddur hjá Barcelona en Joules Kounde og Eric Garcia eru í miðverðinum.

Karim Benzema leiðir sóknina hjá Real og Lewandowski leiðir sóknina hjá Barcelona.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner