Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   sun 16. október 2022 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Cancelo varðist eins og skólastrákur - „Átakanlegt"
Joao Cancelo í leiknum í dag
Joao Cancelo í leiknum í dag
Mynd: EPA
Roy Keane, sparkspekingur á Sky Sports, segir varnarleik Joao Cancelo í marki Liverpool átakanlegan og að hann hafi hreinlega varist eins og skólastrákur.

Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Manchester City en það mark kom á 75. mínútu. Alisson þrumaði boltanum fram völlinn og var Salah einn gegn Cancelo, en hann náði að snúa á portúgalska bakvörðinn og slapp í kjölfarið í gegn og skoraði auðveldlega framhjá Ederson.

„Joao Cancelo varðist eins og skólastrákur í þessu marki hjá Salah. Ég veit ekki af hverju hann fer og reynir að vinna boltann, vitandi það að ef hann klikkar á því þá er Salah kominn einn í gegn."

„Það sem þú gerir þarna er að þú hægir á manninum og heldur honum uppi til að bíða eftir að aðrir menn komi í hjálpina. Fyrir reynslumikinn leikmann eins og Cancelo þá var var hann að verjast eins og skólastrákur þarna. Þetta er átakanlegt,"
sagði Keane um varnarleik Cancelo.

Keane segir Liverpool hafa átt sigurinn fyllilega skilið og að þetta gæti verið vendipunktur tímabilsins.

„Þetta var frábært frá Liverpool það er að segja hvernig liðið fann leið til að vinna. Liðið átti þetta skilið og hugmyndasmíði Man City rann á þrotum, en Liverpool náði að hanga inn í leiknum og hefðu kannski átt að skora aðeins fyrr í leiknum."

„Heppnin var smá með þeim í markinu sem var dæmt af en þetta er stór dagur fyrir liðið, risastór þrjú stig og þú getur ekki tekið það af þeim."

„Leikmennirnir og stjórinn hafa þegar fengið mikla gagnrýni frá því tímabilið byrjaði og það réttilega því liðið hefur ekki verið að spila á þessu háa stigi eins og það hefur gert síðustu fimm ár. Þetta gæti verið vendipunkturinn,"
sagði hann ennfremur.

Athugasemdir
banner
banner
banner