Enski miðvörðurinn Trevoh Chalobah er kominn aftur í byrjunarliði Chelsea og er hann gríðarlega þakklátur fyrir tækifærið sem Graham Potter er að gefa honum.
Chalobah er 23 ára gamall og uppalinn hjá Chelsea en hann fékk 20 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð undir stjórn Thomas Tuchel.
Það var alveg ljóst fyrir tímabilið að hann væri ekki í plönum Tuchel þá sérstaklega eftir komu Wesley Fofana og Kalidou Koulibaly.
Fofana meiddist í fyrri leiknum gegn Milan í Meistaradeildinni og kom loks tækifærið fyrir Chalobah og hefur hann heldur betur nýtt það.
Chelsea hefur haldið hreinu í báðum leikjunum sem hann hefur spilað.
„Það er gott að vera að spila alla leiki. Því fleiri leiki sem þú spilar því meira sjálfstraust færðu. Ég hef byrjað vel og ég vil halda áfram að sýna stöðugleika," sagði Chalobah.
Athugasemdir