Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   sun 16. október 2022 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr leik Liverpool og Man City: Joe Gomez maður leiksins
Joe Gomez í baráttunni við Erling Braut Haaland í leiknum
Joe Gomez í baráttunni við Erling Braut Haaland í leiknum
Mynd: EPA
Enski varnarmaðurinn Joe Gomez var valinn besti maður leiksins af Sky Sports er Liverpool lagði Manchester City, 1-0, á Anfield í dag.

Englendingurinn spilaði frábærlega við hlið Virgil van Dijk í miðri vörn og fær 9 fyrir sitt framlag. Alisson, markvörður Liverpool. fær sömu einkunn, en hann átti nokkrar laglegar vörslur og lagði upp sigurmarkið fyrir Mohamed Salah.

Van Dijk, Andy Robertson, James Milner og Mohamed Salah fá allir 8 fyrir frammistöðuna. Rodri var besti maður Man City og fær hann einnig 8.

Það er hins vegar Gomez sem fær verðlaunin sem maður leiksins, glæsileg frammistaða hjá honum og ljóst að hann ætlar sér að festa sæti sitt í byrjunarliðinu á þessu tímabili.

Liverpool: Alisson (9), Milner (8), Gomez (9), Van Dijk (8), Robertson (8), Thiago (7), Elliott (7), Fabinho (7), Salah (8), Firmino (7), Jota (7).
Varamenn: Nunez (5), Carvalho (6), Henderson (6).

Manchester City: Ederson (6), Cancelo (5), Akanji (6), Dias (7), Ake (6), Gundogan (7), Rodri (8), De Bruyne (6), Silva (6), Haaland (6), Foden (7).
Athugasemdir
banner
banner