Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   sun 16. október 2022 14:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Fyrsta jafnteflið undir stjórn Ten Hag - Mount sá um Villa
Mynd: EPA

Þremur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Manchester United fékk Newcastle í heimsókn á Old Trafford.


Það gekk mikið á í þeim leik en þó sérstaklega í síðari hálfleik, það var markalaust í fyrri hálfleik en snemma í síðari hálfleik kom Ronaldo í netið en var dæmdur rangstæður.

Þegar Nick Pope ætlaði að taka aukaspyrnuna ákvað Ronaldo að taka taka boltann af honum og setti boltann aftur í netið en hann taldi að Newcastle hafi verið búið að taka spyrnuna en markið dæmt ógilt og Ronaldo fékk að líta gula spjaldið.

Man Utd kallaði eftir því að fá tvær vítaspyrnur, annars vegar þegar Ronaldo var feldur í teignum og hins vegar þegar Sancho var felldur en ekkert dæmt.

Man Utd var sterkari aðilinn í leiknum en allt kom fyrir ekki og markalaust jafntefli niðurstaðan.

Mason Mount var hetja Chelsea í 2-0 sigri á Aston Villa en hann skoraði bæði mörkin. Southampton var marki yfir gegn West Ham í hálfleik en Declan Rice jafnaði metin með glæsilegu marki og þar við sat.

Aston Villa 0 - 2 Chelsea
0-1 Mason Mount ('6 )
0-2 Mason Mount ('65 )

Manchester Utd 0 - 0 Newcastle

Southampton 1 - 1 West Ham
1-0 Romain Perraud ('20 )
1-1 Declan Rice ('64 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner