Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   sun 16. október 2022 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Barella hetja Inter - Salernitana án sigurs á útivelli

Inter fékk Salernitana í heimsókn í ítölsku Serie A í dag. Inter var mun betri aðilinn í leiknum í dag en Lautaro Martinez kom liðinu yfir snemma leiks eftir sendingu frá Nicolo Barella.


Barella var aftur á ferðinni eftir um klukkutíma leik þegar hann kom boltanum sjálfur í netið. Það urðu lokatölur leiksins.

Inter fór aftur upp fyrir Juventus í 7. sæti deildarinnar með sigrinum en Salernitana á enn eftir að vinna útileik í deildinni og situr í 12. sæti.

Spezia og Cremonese gerðu 2-2 jafnteli í botnslag og Lazio og Udinese gerðu markalaust jafntefli en það var tækifæri fyrir sigurliðið að fara upp í 2. sæti deildarinnar.

Inter 2 - 0 Salernitana
1-0 Lautaro Martinez ('14 )
2-0 Nicolo Barella ('58 )

Lazio 0 - 0 Udinese

Spezia 2 - 2 Cremonese
0-1 Cyriel Dessers ('2 )
1-1 Mbala Nzola ('19 )
2-1 Emil Holm ('22 )
2-2 Charles Pickel ('52 )


Athugasemdir
banner
banner
banner