Það vakti mikla athygli þegar Kjartan Henry Finnbogason leikmaður KR birti færslu á Twitter á föstudaginn. Því var haldið fram að KR hafi rift samningi við leikmanninn.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var spurður út í samningamál Kjartans sem hefur ekki verið í náðinni hjá þjálfaranum í sumar. Hann hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki.
„Hann er með samning í eitt ár í viðbót," sagði Rúnar í samtali við Fótbolta.net eftir leik liðsins gegn Breiðablik.
Það vekur athygli að Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður Burnley deildi færslu 433.is á Twitter um málið og spyr hvers vegna Rúnar segi ekki satt.
Af hverju segir þjálfari KR ekki satt og rètt frá? https://t.co/3c2Tjsa35W
— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) October 16, 2022
Athugasemdir