Portúgalski sóknarmaðurinn Diogo Jota verður ekki með liðinu gegn West Ham á miðvikudag, en hann meiddist í 1-0 sigri liðsins á Manchester City á Anfield í dag.
Jota, sem er tiltölulega nýstiginn upp úr meiðslum, var ógnandi í sóknarleik Liverpool í dag.
Hann er að finna kraftinn á ný eftir að hafa verið frá í dágóðan tíma, en undir lok leiks gegn Man City meiddist hann og þurfti að fara af velli á börum.
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann verði ekki með gegn West Ham og segir útlitið ekkert sérstakt.
„Við verðum án Diogo í næsta leik. Hann fann fyrir miklum sársauka í þessu augnabliki en við höfum ekki hugmynd um alvarleika meiðslana. Það veit aldrei á gott þegar Diogo liggur í grasinu," sagði Klopp.
Athugasemdir