Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   sun 16. október 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Lampard: Við verðum að nýta þessi færi
Frank Lampard, stjóri Everton, segir að liðið verði að nýta færin gegn liðum eins og Tottenham.

Everton tapaði fyrir Tottenham í gær, 2-0, þar sem Harry Kane og Pierre-Emile Hojbjerg skoruðu mörkin.

Everton fékk tvö góð færi til að skora en nýttu þau ekki og það kom í bakið á liðinu.

„Ástandið á liðinu var gott, aginn í vörninni var góður. Við fáum tvö góð færi og við verðum að nýta þessi færi því þau geta breytt leiknum."

„Við erum kannski í kringum miðsvæðið núna þar sem fólk hefur hrósað okkur aðeins. Þetta tímabil snérist alltaf um það að bæta okkar leik frá því að falla næstum því og nú erum við að spila við Meistaradeildarlið og það sést stundum."

„Ef þú horfir mikið á Tottenham þá veistu hverjir styrkleikar liðsins eru og það verður að vera hægt að aðlagast því. Ég hef horft á Tottenham og þeir eru ánægðir með það að verjast djúpt á eigin vallarhelmingi og vera vel skipulagðir þegar það kemur að sóknarleiknum,"
sagði Lampard.
Athugasemdir
banner
banner