Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   sun 16. október 2022 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe segist ekki á förum - „Hef ekki farið fram á sölu"
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Launahæsti fótboltamaður heims, Kylian Mbappe, hefur ekki farið fram á að Pari Saint-Germain leyfi honum að fara í janúar. Þetta sagði hann eftir 1-0 sigur liðsins á erkifjendum þeirra í Marseille í kvöld.

Franskir og spænskir fjölmiðlar fullyrtu það að Mbappe væri óánægður í herbúðum PSG og að hann væri búinn að óska eftir því að hann yrði seldur í janúar.

Mbappe framlengdi samning sinn við PSG til næstu þriggja ára í sumar og varð hann um leið launahæsti fótboltamaður heims.

Hann fékk meiri völd hjá félaginu og kemur meðal annars að ákvörðunum er varðar kaup og sölur á leikmönnum ásamt því að hafa átt í þátt í að fá nýjan þjálfara inn.

Mbappe hefur þó ekki verið ánægður með hlutverk sitt í liðinu en hann spilar sem fremstir maður. Frakkinn vill sjálfur fá meira frjálsræði í liðinu og hafa stóran og stæðilegan mann frammi sem getur hjálpað honum að blómstra.

Frakkinn segir þó ekkert hæft í þeim fréttum að hann sé á förum.

„Ég hef ekki farið fram á það við Paris Saint-Germain að félagið selji mig í janúar. Ég er ekki brjálaður út í félagið, það er alls ekki satt," sagði Mbappe við fjölmiðla í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner