N'Golo Kante hefur mikið verið að kljást við meiðslu upp á síðkastið en það kom bakslag í meiðslin og hann verður því frá næstu mánuðina að öllum líkindum.
Graham Potter stjóri Chelsea hefur miklar áhyggjur af meiðslasögu Kante.
„Þetta sem hefur verið að koma fyrir í gegnum tíðina er áhyggjuefni, við þurfum að komast til botns í þessu. Það varð bakslag á lokametrunum núna og það er áhyggjuefni. Allt sem við getum gert er að fá rétta greiningu og ráð við því hvað hægt sé að gera," sagði Potter.
Chelsea mætir Aston Villa á eftir en Potter gerir þrjár breytingar á liðinu sem mætti AC Milan í vikunni. Kai Havertz, Marc Cucurella og Ruben Loftus-Cheek koma inn.
Kalidou Koulibaly, Jorginho og Reece James, sem er einnig meiddur, detta út.
Athugasemdir