Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   sun 16. október 2022 14:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo: Mesta pressan á Neymar
Það er mikil pressa á brasilíska landsliðinu að vinna HM í ár eins og alltaf en liðið hefur oftar en ekki valdið vonbrigðum.

Neymar er skærasta stjarna liðsins en brasilíska goðsögnin Ronaldo segir að það sé mesta pressan á honum að næla í titilinn.

„Mér finnst auðvitað vera miklu meira jafnvægi á liðinu en á undanförnum mótum. Hann mun fá aðstoð frá frábærum leikmönnum og hann er að eiga gott tímabil núna," sagði Ronaldo.

Liðið hefur ekki komist í undan úrslit á síðustu fjórum mótum en varð heimsmeistari í Suður Kóreu og Japan árið 2002.

„Tapið árið 1998 hefur haft mikil áhrif á liðið alla tíð en það frábæra við fótbolta er að þú getur alltaf komið til baka og fengið ný tækifæri. Það gerðist árið 2002," sagði Ronaldo.


Athugasemdir
banner
banner