Bernardo Silva, leikmaður Manchester City á Englandi, segir samræmið í dómgæslunni í 1-0 tapi liðsins fyrir Liverpool, ekkert og segir að markið hafi átt að standa.
Phil Foden skoraði fyrir Man City í byrjun síðari hálfleiksins. Erling Haaland sparkaði boltanum úr höndum Alisson áður en Foden skoraði en í aðdragandanum braut Haaland á Fabinho og var markið dæmt af vegna brotsins.
Anthony Taylor, dómari leiksins, reyndi að leyfa leiknum að fljóta stærstan hluta leiks, en Bernardo var ekki ánægður að markið hafi verið tekið af og segir ekkert samræmi hafa verið þegar hann ákvað að taka markið af.
„Við búumst við samræmi frá dómurum í ákvörðunum og þegar þú ferð í gegnum leik þar sem það er ekki verið að flauta á smá snertingar þá þarftu að halda þig við það og halda þeirri línu."
„Ef þú vilt flauta á allt þetta, gerðu það þá, en ef þú gerir það ekki frá byrjun leiksins þá sleppir þú því. Hann leyfði okkur að spila áfram sem er gott, en svo þegar það kemur mark þá máttu ekki flauta á eitthvað ódýrt eins og þetta."
„Ef þú vilt samræmi frá dómaranum þá getur þú ekki bara breytt línunni því það er mark og bara því það er erfið ákvörðun, þú þarft að taka érfiðu ákvörðunina og láta markið standa," sagði Bernardo.
Athugasemdir