Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   sun 16. október 2022 22:32
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Betis og Sociedad unnu bæði
William Carvalho skoraði tvö fyrir Betis
William Carvalho skoraði tvö fyrir Betis
Mynd: EPA
Real Betis og Real Sociedad eru hlið við í 4. og 5. sæti La Liga á Spáni eftir góða sigra í dag.

Sociedad lagði Celta Vigo, 2-1. Asier Illarramendi skoraði á 30. mínútu áður en markavélin Iago Aspas jafnaði metin fyrir Celta níu mínútum síðar.

Igor Zubelda tryggði Sociedad öll stigin með marki á 54. mínútu og lokatölur því 2-1. Sociedad í 5. sæti með 19 stig.

Real Betis vann Almería, 3-1, þar sem portúgalski miðjumaðurinn William Carvalho skoraði tvö mörk. Fyrra markið gerði hann á 23. mínútu af stuttu færi en El Bilal Toure jafnaði í upphafi síðari hálfleiks.

Borja Iglesias kom Betis aftur í forystu eftir stungusendingu frá Joaquin áður en Iglesias lagði upp þriðja markið fyrir Carvalho þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Lokatölur 3-1 Betis í vil sem er í 4. sæti með 19 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Celta 1 - 2 Real Sociedad
0-1 Asier Illarramendi ('30 )
1-1 Iago Aspas ('39 )
1-2 Igor Zubeldia ('54 )

Espanyol 1 - 0 Valladolid
1-0 Joselu ('78 )

Betis 3 - 1 Almeria
1-0 William Carvalho ('23 )
1-1 El Bilal Toure ('52 )
2-1 Borja Iglesias ('66 )
3-1 William Carvalho ('71 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 27 17 6 4 57 26 +31 57
2 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
3 Atletico Madrid 27 16 8 3 44 18 +26 56
4 Athletic 27 13 10 4 45 24 +21 49
5 Villarreal 26 12 8 6 48 36 +12 44
6 Betis 27 11 8 8 35 33 +2 41
7 Mallorca 27 10 7 10 26 33 -7 37
8 Vallecano 27 9 9 9 29 29 0 36
9 Sevilla 27 9 9 9 32 36 -4 36
10 Celta 27 10 6 11 40 41 -1 36
11 Real Sociedad 27 10 4 13 23 28 -5 34
12 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
13 Getafe 27 8 9 10 23 22 +1 33
14 Girona 27 9 6 12 35 40 -5 33
15 Espanyol 26 7 7 12 25 37 -12 28
16 Alaves 28 6 9 13 32 42 -10 27
17 Valencia 27 6 9 12 30 45 -15 27
18 Leganes 27 6 9 12 24 40 -16 27
19 Las Palmas 28 6 7 15 32 47 -15 25
20 Valladolid 27 4 4 19 18 62 -44 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner