Manchester United gerði markalaust jafntefli gegn Newcastle í dag en þetta var fyrsta jafntefli liðsins undir stjórn Erik ten Hag.
Stjórinn var ánægður með frammistöðu liðsins.
„Frammistaðan var góð, héldum hreinu, við pressuðum vel og við stjórnuðum leiknum. Við vorum góðir á boltanum að hluta til, sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Ten Hag í samtali við Match of the Day.
Hann segir þó að liðið hefði átt að nýta að minnsta kosti tvö dauðafæri í leiknum.
„Við stjórnuðum leiknum og að lokum gátum við, hefðum við átt að skora sigurmarkið. Eitt færi frá Fred og annað frá Rashford sem hefðu átt að skora. Við áttum skilið að vinna og það er hrós á liðið að við áttum það skilið með þessari líkamlega sterkri frammistöðu gegn einu af líkamlega sterkustu liðum deildarinnar," sagði Ten Hag,