Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   mán 17. október 2022 18:07
Ívan Guðjón Baldursson
Amadou Diallo kominn til Newcastle (Staðfest)

Newcastle United er búið að staðfesta félagsskipti Amadou Diallo en hann hefur verið samningslaus síðan í sumar.


Diallo er 19 ára gamall og var síðast á mála hjá West Ham United en yfirgaf félagið í sumar. Hann æfði með Chelsea en fékk ekki samning þar og er núna búinn að skipta yfir í norðrið.

Diallo er efnilegur kantmaður með leiki að baki fyrir U15 og U17 landslið Englands. Hann mun leika með unglingaliði Newcastle út tímabilið hið minnsta.

Diallo skoraði 10 mörk og gaf 6 stoðsendingar með U18 og U21 liðum West Ham síðustu tvö tímabil.


Athugasemdir
banner
banner
banner