Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema hefur hlotið nafnbótina besti fótboltamaður heims eftir að hafa fengið Ballon d'Or Gullknöttinn afhendan í kvöld.
Benzema var í algjöru lykilhlutverki er Real Madrid vann bæði spænsku deildina og Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Hann raðaði inn mörkum og skoraði í heildina 44 mörk í 46 leikjum.
Það kemur á óvart að Robert Lewandowski endaði ekki nema í fjórða sæti en Kevin De Bruyne fékk þriðja sætið.
Það er Sadio Mane sem endar í öðru sæti í ár.
1. Karim Benzema
2. Sadio Mane
3. Kevin De Bruyne
4. Robert Lewandowski
5. Mohamed Salah
6. Kylian Mbappe
7. Thibaut Courtois
8. Vinicius Junior
9. Luka Modric
10. Erling Braut Haaland
Here is the image you've all been waiting for! Karim Benzema! #ballondor with @adidasFR pic.twitter.com/TJze0Km1s6
— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022