Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   mán 17. október 2022 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Jong: Var neyddur til að taka launalækkun

Frenkie de Jong var afar umtalaður í sumar þar sem Manchester United og Chelsea reyndu bæði að fá hann í sínar raðir.


Hollenski miðjumaðurinn ákvað að vera áfram hjá Barcelona en launamál hans voru mikið í umræðunni. 

De Jong neitaði að taka á sig launalækkun en var þó neyddur til þess og núna skuldar spænska stórveldið honum ennþá laun frá síðustu þremur árum. 

„Fjölmiðlar hafa dreift ýmsum lygum um launamálin mín. Staðreyndin er sú að ég hef þurft að taka launalækkun á hverju ári sem ég hef verið samningsbundinn Barcelona," sagði De Jong við TV NOS.

„Peningurinn kemur að lokum aftur til mín ofan á umsamin laun og þar af leiðandi lítur launaseðillinn minn út fyrir að vera stærri en hann er. Ég held að mikið af fólki skilji þetta ekki, en tölurnar sem fjölmiðlar fara með eru ekki réttar. Ég er ekki launahæsti leikmaður Barca eftir Lionel Messi."

De Jong segir að hann hafi aldrei íhugað að yfirgefa Barcelona í sumar þrátt fyrir tilboð úr ensku úrvalsdeildinni.

„Ég ákvað í maí að ég ætlaði að vera áfram hjá Barcelona þannig það var ekki erfitt að hafna tilboðum frá öðrum félögum. Ég vildi alltaf vera áfram hjá Barca."

Fjölmiðlar héldu því fram í sumar að De Jong vildi ekki yfirgefa Barca af hræðslu við að missa af ógoldnu laununum sem félagið skuldar honum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner