Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   mán 17. október 2022 11:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Er búinn að framlengja samning sinn við okkur og er ekki að fara neitt"
Tiago Fernandes.
Tiago Fernandes.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalinn Tiago Fernandes er ekki á förum frá Fram eftir leiktíðina. Jón Sveinsson, þjálfari Fram, segir að leikmaðurinn sé búinn að endursemja og verði áfram.

Það var sagt frá því í hlaðvarpinu Dr Football fyrir helgi að Valur væri að reyna að kaupa Tiago frá Fram.

Þjálfari Framara var spurður út í þessar sögusagnir eftir 1-3 tap gegn ÍBV í Bestu deildinni í gær.

„Tiago er búinn að framlengja samning sinn við okkur og er ekki að fara neitt," sagði Jón og bætti við „Það er ekkert til í því."

Tiago, sem hefur verið frábær í Bestu deildinni í sumar, framlengdi nýverið samning sinn við Fram til ársins 2024 og hann er því ekki að fara neitt. Tiago er búinn að vera algjör lykilmaður í liði Fram sem hefur komið á óvart í sumar en það bjuggust allflestir við því fyrir mót að Fram myndi falla.

Hægt er að sjá viðtalið við Jón, þjálfara Fram, í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Nonni um Alex Frey: Blikarnir hafa verið á eftir honum
Athugasemdir
banner
banner
banner