Verðlaunaafhending Gullknattarins fór fram fyrr í kvöld og voru það leikmenn Real Madrid og Barcelona sem stóðu uppi sem sigurvegarar í öllum flokkum.
Í heildina voru gefin fimm einstaklingsverðlaun og öll fóru þau til leikmanna Real eða Barca.
Karim Benzema og Thibaut Courtois eru leikmenn Real Madrid sem unnu til verðlauna. Benzema vann Gullknöttinn á meðan Courtois var valinn sem besti markvörður ársins.
Robert Lewandowski var besti sóknarmaður ársins og Gavi besti ungi leikmaðurinn en þeir eru báðir á mála hjá Barcelona. Þá er Alexia Putellas, sem vann Gullknöttinn í kvennaflokki, einnig leikmaður Barcelona.
Socrates verðlaunin sem voru gefin Sadio Mane fyrir gott starf unnið utan vallar eru ekki talin með.
Þess má þó geta að Lewandowski hlaut verðlaunin sín fyrir frammistöður sínar með FC Bayern, ekki Barcelona.
Athugasemdir