Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   mán 17. október 2022 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski fær verðlaun - Salah og Mbappe í fimmta og sjötta
Lewandowski með verðlaunin.
Lewandowski með verðlaunin.
Mynd: EPA

Robert Lewandowski hefur fengið Gerd Müller verðlaunin afhend á verðlaunaafhendingu Gullknattarins. Þetta var í fyrsta sinn sem Müller verðlaunin eru veitt.


Talið er að Lewandowski og Benzema muni berjast um Gullknöttinn en Müller verðlaunin eru veitt besta sóknarmanni ársins.

Lewandowski og Benzema eru báðir sóknarmenn og búast margir við að Benzema hreppi verðlaunin um Gullknöttinn.

Það er því ansi athyglisvert að hans helsti keppinautur sé útnefndur sem besti sóknarmaður heims.

Margir telja að þetta séu einskonar samúðarverðlaun með Lewandowski sem hefur verið afar óheppinn að vinna ekki Gullknöttinn á ferlinum.

Það er enn verið að telja niður í kjörinu um Gullknöttinn þar sem Erling Braut Haaland er í tíunda sæti, rétt á eftir þremur liðsfélögum úr Real Madrid þeim Luka Modric, Vinicius Junior og Thibaut Courtois.

Kylian Mbappe er í sjötta sæti og Mohamed Salah í fimmta. Efstu fjögur sætin verða kynnt innan skamms en þar verða að öllum líkindum Kevin De Bruyne og Sadio Mane auk Lewandowski og Benzema.


Athugasemdir
banner
banner
banner