Lionel Messi telur að England sé eitt af sigurstranglegustu liðunum á HM sem hefst í Katar eftir rúman mánuð.
Messi verður í eldlínunni með Argentínu og verður þetta væntanlega hans síðasta stórmót með landsliðinu.
Messi verður í eldlínunni með Argentínu og verður þetta væntanlega hans síðasta stórmót með landsliðinu.
„Stóru þjóðirnar eru sigurstranglegar; Brasilía, Þýskaland, Frakkland, England og Spánn. Ég er örugglega að gleyma einhverjum. En ef ég ætti að velja eitt eða tvö lið þá eru það Brasilía og Frakkland sem ég tel sigurstranglegust," segir Messi.
Messi á magnaða ferilskrá en hefur ekki náð að vinna HM. Argentína fór í úrslitaleikinn 2014 en Martio Götze skoraði sigurmark Þýskalands í framlengingu.
Athugasemdir