Sky Sports greinir frá því að útlit er fyrir að Michael Carrick verði næsti knattspyrnustjóri Middlesbrough.
Middlesbrough leikur í Championship deildinni og yrði þetta fyrsta stjórastarf Carrick eftir að hann var bráðabirgðastjóri Manchester United í þremur leikjum í fyrra. Rauðu djöflarnir unnu tvo leiki og töpuðu einum undir stjórn Carrick áður en Ralf Rangnick var ráðinn til að taka við.
Carrick er 41 árs gamall og eru viðræður hans við Middlesbrough komnar langt á veg. Hann er talinn líklegastur til að taka við stjórn á félaginu á undan Rob Edwards og Lee Cattermole.
Hann er efstur á lista hjá stjórnendum Middlesbrough sem vilja koma sér aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir alltof langa fjarveru.
Carrick hefur verið í viðræðum við stjórnendur félagsins undanfarna sólarhringa og vonast stjórnendur til að geta kynnt hann sem nýjan stjóra í vikunni.
Middlesbrough er í 22. sæti Championship deildarinnar og á leiki við Wigan og Huddersfield á næstu dögum. Félagið hefur verið án knattspyrnustjóra í tvær vikur eftir að Chris Wilder var rekinn.