Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. október 2022 23:41
Ívan Guðjón Baldursson
Nainggolan í agabann: Reykti sígarettu á bekknum
Mynd: Getty Images

Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan er litríkur karakter og leikur fyrir Royal Antwerp í heimalandinu.


Hann gæti þó hafa leikið sinn síðasta leik fyrir félagið eftir að honum var hent úr liðinu fyrir að kveikja sér í sígarettu á varamannabekknum fyrir leik liðsins gegn Standard Liege um helgina.

Nainggolan byrjaði ekki leikinn en kom inn af bekknum í hálfleik þegar Antwerp var 3-0 undir. Honum tókst ekki að minnka muninn og urðu lokatölur 3-0 þrátt fyrir yfirburði Antwerp í síðari hálfleik.

Hann náðist á mynd þar sem hann reykti sígarettu í mestu makindum og gerist þetta atvik aðeins nokkrum dögum eftir að lögreglan greip hann próflausan við stýrið á sinni eigin bifreið.

Hinn 34 ára gamli Nainggolan rennur út á samningi hjá Antwerp eftir tímabilið. Hann er þó mikilvægur hlekkur í hópnum og er liðið í öðru sæti deildarinnar, einu stigi eftir toppliði Genk. Nainggolan hefur komið við sögu í öllum leikjum Antwerp á tímabilinu.

„Félagið er búið að eiga samtal við Radja Nainggolan um hvernig hegðun hans kemur niður á félaginu og liðinu. Félagið hefur ákveðið að setja Radja í ótímabundið bann frá aðalliðinu," segir meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu.

Fótboltahæfileikar Nainggolan eru óumdeildir en hann var mikilvægur hlekkur í liði Roma og lék einnig fyrir Inter áður en hann hélt heim til Belgíu. Þessi öflugi miðjumaður skoraði 6 mörk í 30 landsleikjum áður en honum var útskúfað vegna hegðunarvandamála.


Athugasemdir
banner
banner